Svefnpokagalli - Berries

10.990 kr
7.693 kr
Lýsing

Svefnpokagallinn er frábær fyrir börn sem eru farin að labba og þau sem henda alltaf af sér sænginni. Pokinn breytist auðveldlega, með rennilás, úr svefnpoka í galla með skálmum. Skálmarnar auðvelda hreyfingar og minnka hættuna þegar minni börn klifra í/úr rimlarúminu.

Með skálmunum er hægt að festa barnið í 5-punkta belti og því sniðugt að nota pokann á ferðinni þar sem þægilegt er að færa barnið úr bílstól eða kerru yfir í rúmið þegar heim er komið.

Margverðlaunuð vara úr lífrænni bómull og teygjuefni, sem gerir barninu kleift að hreyfa sig auðveldlega í pokanum.

Við mælum með að barnið sé klætt í létt nærföt eða náttföt undir pokanum. Hægt er að aðlaga innri fatnað eftir því hversu heitfengt barnið er og hversu hlýtt er í rýminu sem barnið sefur í.

Herbergis-hitamælir og leiðbeiningar fyrir klæðnað undir pokann fylgja með.

x