Um ergoPouch

ergoPouch er ástralskt merki sem framleiðir hágæða svefnpoka, svefngalla og náttföt, með öryggi, umhverfisvæna hönnun, og þægindi að leiðarljósi. Fleiri vörur væntanlegar í apríl. 

Svefn barna (eða skortur á honum) fyrstu 5 árin getur verið krefjandi verkefni fyrir fjölskylduna. Til að líða vel með þær ákvarðanir sem við tökum sem foreldrar tengdum svefni barna okkar þurfum við að hafa öryggi í fararbroddi.

ergoPouch vörurnar eru búnar til úr lífrænu og náttúrulegu efni hjá samfélagslega ábyrgum og sjálfbærum framleiðanda. Vörur þeirra eru því ekki bara hannaðar með börn í huga, heldur einnig umhverfið.

Vörurnar eru án allra eiturefna, erta ekki húðina og geta gengið milli barna og þannig enst í mörg ár.

Sérfræðingar mæla ekki með því að að börn undir 1 árs sofi með sæng, teppi né kodda. ergoPouch svefnpokarnir eru því frábær kostur fyrir lítil börn!

Svefnpokana er hægt að nota eins og vafning hjá yngstu börnunum, sem gefur þeim bæði öryggistilfinningu og minnkar líkur á að börn vakni við sínar eigin hreyfingar, þegar þau hafa ekki stjórn á þeim.

Þegar þau fara að snúa sér eru smellur efst á pokanum opnaðar og höndunum leyft að vera lausar. Pokinn nýtist því bæði sem vafningur og svefnpoki (2in1).

ergoPouch svefngallarnir eru hannaðir til að halda eldri börnum hita á nóttunni og henta því sérstaklega vel börnum sem kasta af sér sænginni.

Börn sofa ekki öll eins, en öll börn þurfa að sofa á öruggan hátt. Við lofum ekki auðveldustu leiðinni eða töfralausnum þegar það kemur að svefni barna. Við lofum hinsvegar að barnið verði öruggara og það fari betur um það í vörum úr náttúrulegum efnum, sem hafa verið hannaðar með börn sérstaklega í huga. Hönnuð til að henta þeirra svefnþörfum þegar þau stækka, þroskast og breytast.

x