Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda um sölu á vörum sem RóRó ehf hefur selt í gegnum netverslunina lulladoll.is og í verslun á skrifstofu. Notkun þín á síðunni til að kaupa vörur staðfesti samþykki þitt á að fylgja og vera bundinn af þessum skilmálum. Eftirfarandi skilmálar eru í samræmi við íslensk lög.

Vefverslun lulladoll.is hefur lokað en eftirfarandi skilmálar eiga enn við á meðan skrifstofan á Íslandi er enn opin.

Þjónustuskilmálar 

Hljóðtækið notar 2x Alkaline AA rafhlöður og rafhlöður fylgja. Ekki er mælst með því að nota Lithium raflhöður því þau innihalda þungamálma sem hafa varanleg áhrif og heilsu og umhverfi. Við hjá RóRó mælum með því að fjárfesta í 2x settum af endurhlaðanlegum batteríum. Það er bæði betra fyrir peningaveskið og umhverfið.

Ánægja viðskiptavina skipta okkur miklu máli. Við reynum eftir okkar fremsta megni að aðstoða viðskiptavini okkar og finna árangursríkar lausnir. Hafir þú einhverjar spurningar getur þú haft samband með því að senda tölvupóst á: thjonusta@lulladoll.is, senda okkur skilaboð í gegnun Facebook eða Instagram og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Skilaréttur

Veittur er 30 daga skilaréttur (frá dagsetningu kaupa) við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt.

Ef kaupandi kaupir í netverslun getur hann fengið endurgreitt innan 14 daga frá pöntun. Þar sem netverslun hefur lokað getum við ekki gefið innleggsnótu við skil á vöru.

Við skil skal varan vera ónotuð og í upprunalegum pakkningum. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar við vörukaup. 

Sé skilavara send til baka, greiðir viðskiptavinur fyrir sendingakostnaðinn. Vinsamlegast láttu pöntunarnúmer fylgja þegar vöru er skilað.

RóRó ehf ábyrgist að allar vörur séu lausar við framleiðslugalla eða galla í efni og/eða hljóðtæki við venjulega notkun í 12 mánuði frá kaupum.

Sért þú í einhverjum vandræðum með vöruna, mælum við með að þú skoðir “Er varan þín ekki að virka” eða “Hvernig virkar hljóðtækið” undir “Spurt og svarað” á síðunni okkar. Ef þú telur að varan sé gölluð, vinsamlegast hafðu samband við okkur með því að senda tölvupóst á: thjonusta@lulladoll.is, senda okkur skilaboð í gegnum Facebook eða Instagram og við höfum samband við fyrsta tækifæri. 

x