Lúllu dúkkan virkar mismunandi fyrir hvert barn og er það t.d. háð aldri, persónuleika, svefnrútínu og umhverfi. Margir foreldrar segja að það taki tíma fyrir þau að sjá árangur af því að nota dúkkuna og að koma henni inn í svefnrútínu barnsins. Við mælum því með að gefa Lúllu tækifæri til að „gera töfra sína“, jafnvel í nokkrar vikur. Einhverjir sjá strax árangur, þó að í flestum tilvikum gerist það í þrepum.
Það er mjög mikilvægt fyrir barnið þitt að tengja Lúllu við eitthvað jákvætt strax frá byrjun, svo við mælum með að foreldrar hjálpi barninu að tengja hana við svefn, ró og huggun.
Góð ráð þegar dúkkan er kynnt fyrir barni:
- Haltu dúkkunni nálægt húðinni þinni áður en þú lætur barnið fá hana, svo að hún ilmi eins og þú. Þetta mun gefa barninu aukna öryggistilfinningu og huggun.
- Kynntu dúkkuna fyrir barninu þegar það er rólegt og ánægt.
- Sýndu barninu dúkkuna, leyfðu því að hlusta á hljóðið og að finna hversu mjúk dúkkan er.
- Notaðu glaðlega rödd þegar þú sýnir barninu dúkkuna.
- Hafðu kveikt á dúkkunni þegar þú setur hana inn í svefnrútínu barnsins.
- Þegar ekki er verið að nota dúkkuna, geymdu hana í rúminu eða svefnumhverfi barnsins svo barnið tengi dúkkuna við ró og svefn.
- Þú mátt hafa dúkkuna nálægt barninu og leyfa því að halda á henni þegar barnið er vakandi, þegar það er að sofna og er alltaf undir eftirliti fullorðins einstaklings.
- Þegar barnið er sofnað taktu dúkkuna frá barninu og færðu hana út fyrir svefnumhverfi barnsins (þar sem ekki er hætta á að dúkkan falli yfir andlit barnsins).
- Hafðu kveikt á hljóðinu og festu dúkkuna utan á rúmið/vögguna eða stilltu henni upp nálægt rúminu/vöggunni.
- Róleg og náttúruleg hljóð dúkkunnar munu gera sitt gagn þó að dúkkan sé utan seilingar.
- Eldri börn mega kúra með dúkkunni þegar þau sofa.
- Segðu barninu þínu sögu, sem passar þeirra aldri, um hvernig Lúlla hjálpar þeim að finna huggun og hjálpar þeim að sofa (einskonar félagsfærnisaga).
- Notaðu svefnrútínu barnsins í sögunni og segðu þeim frá jákvæðri upplifun þeirra af svefninum eins og það hafi nú þegar gerst.